Bubbi reiðir sig enn á Range Rover

Bubbi
Bubbi Árvakur/Einar Falur

Glöggir vegfarendur hafa tjáð 24 stundum að sést hafi til Bubba Morthens á Kia Sportage-bifreið, en eins og alþjóð veit keyrir Bubbi allajafna um á Range Rover-jeppa.

Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar tvö, þar sem Bandið hans Bubba er á dagskrá, segir Kia-bílana aðeins bílaleigubíla sem notaðir eru af þáttagerðarfólkinu. „Kia styrkir ekki þáttinn á nokkurn hátt. Annars er Bubbi alveg hress með þetta, er alltaf að fikta í tökkunum og svona," sagði Pálmi í glettnistón og vísaði í hið fræga atriði í Áramótaskaupinu.

Andrés Jónsson í markaðsdeild B&L segir að ekki sé um neinskonar brot á samningi að ræða. „Það á enginn Bubba,"sagði Andrés en bætti þó við: „En Bubbi er og verður okkar maður. Og þó svo hann setjist kannski upp í aðra bíltegund þá gerum við nú ekki veður út af því. Við verðum ekkert afbrýðisamir þó svo hann fikti í tökkum annarra bíla en okkar," sagði Andrés, sem hafði augljóslega einnig horft á Skaupið.

Haft var samband við Bubbi sjálfan og neitaði hann alfarið að hafa keyrt Kia-jeppann. „Það hefur bara einhverjum missýnst, því þetta var ekki ég. Sennilega einhver starfsmaður Saga Film eða Stöðvar 2. En þetta var ekki ég sjálfur, það er á hreinu," sagði Bubbi, sem er ánægður með sinn Range Rover og væntanlega farinn að kunna á alla takkana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka