Bubbi reiðir sig enn á Range Rover

Bubbi
Bubbi Árvakur/Einar Falur

Glöggir vegfarendur hafa tjáð 24 stundum að sést hafi til Bubba Morthens á Kia Sportage-bifreið, en eins og alþjóð veit keyrir Bubbi allajafna um á Range Rover-jeppa.

Andrés Jónsson í markaðsdeild B&L segir að ekki sé um neinskonar brot á samningi að ræða. „Það á enginn Bubba,"sagði Andrés en bætti þó við: „En Bubbi er og verður okkar maður. Og þó svo hann setjist kannski upp í aðra bíltegund þá gerum við nú ekki veður út af því. Við verðum ekkert afbrýðisamir þó svo hann fikti í tökkum annarra bíla en okkar," sagði Andrés, sem hafði augljóslega einnig horft á Skaupið.

Haft var samband við Bubbi sjálfan og neitaði hann alfarið að hafa keyrt Kia-jeppann. „Það hefur bara einhverjum missýnst, því þetta var ekki ég. Sennilega einhver starfsmaður Saga Film eða Stöðvar 2. En þetta var ekki ég sjálfur, það er á hreinu," sagði Bubbi, sem er ánægður með sinn Range Rover og væntanlega farinn að kunna á alla takkana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir