Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu

Heather Mills og Paul McCartney
Heather Mills og Paul McCartney Reuters

Fyrirsætan fyrrverandi, Heather Mills, verður ein og yfirgefin á fertugsafmælinu á morgun, samkvæmt upplýsingum frá vinum hennar. Skýrist það af ósk Mills sjálfar sem er úrvinda eftir erfiðan skilnað við Bítilinn Paul McCartney.

Hefur hún sagt vinum sínum að hún hafi engan áhuga á að halda upp á áfangann auk þess sem hún hafi ekki efni á því að halda stórveislu í tilefni afmælisins.

Haft er eftir vini hennar að yfirleitt þurfi ekki að þrýsta á Mills þegar kemur að veisluhaldi en nú sé hún örmagna og treysti sér ekki til þess að fagna í hópi vina og ættingja. Á þeim tíma sem allt lék í lyndi milli hennar og McCartney var hann vanur því að koma fram við hana eins og drottningu á slíkum tyllidögum. En nú sé öldin önnur og hún sjái engan tilgang í því að fagna einu eða neinu.

Að vísu telja einhverjir vinir hennar að Mills óttist að eldast og eigi erfitt með að sætta sig við að færast yfir á fimmtugsaldurinn, samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Star.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar