Leikkonan Sharon Stone er búin að fá sig fullsadda af karlmönnum sem láti eins og konur og segist hafa meiri áhuga á að eiga rómantískt samband við karlmannlega konu.
Sharon Stone, sem er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum Basic Instinct þar sem hún lék tvíkynhneigða konu. Segir Stone að tvíkynhneigð búi í öllum að einhverju marki en nú láti karlmenn eins og konur og það sé erfitt að eiga í ástarsamböndum við þá þar sem hún hrífist af gamaldags karlmennsku. Hins vegar sé staðan sú að það séu konur sem hegði sér karlmannlega í dag, ekki karlar, og því hafi hún meiri hug til kvenna. „Ef þú átt stefnumót við konu þá hringir hún og segist sækja mann klukkan sjö. Þær fara með þig á flotta staði og þú getur klætt þig uppá."
Hún bætir við að hún sé mikill aðdáandi íþrótta sem samkynhneigðar konur stundi.
„Ég hef gaman af því að veiða og spila golf. Ég hef gaman af leiðinlegum íþróttum. Ég hef líka gaman af körfubolta. Ég hef áhuga á ýmsum íþróttagreinum sem samkynhneigðar konur stunda," segir Stone, samkvæmt Bang Shobiz.