Will Smith á snærum Vísindakirkjunnar

Will Smith.
Will Smith. Reuters

Fregnir herma að leikarinn Will Smith reyni nú að afla Vísindakirkjunni nýrra meðlima. Konan hans, Jada Pinkett-Smith, er meðlimur í söfnuðinum, og sagt er að Will hafi verið að dreifa miðum, þar sem boðið er upp á ókeypis persónuleikapróf í Vísindakirkjumiðstöðvum, til starfsfólks við nýjustu myndina hans.

Dagblaðið New York Daily News hefur eftir heimildamanni sínum: „Will er genginn í lið með öðrum valdamiklum Hollywoodstjörnum sem reyna að afla Vísindakirkjunni nýrra meðlima. Það er venja að stórstjörnur gefi starfsfólki við gerð mynda gjafir þegar tökum lýkur, og gjöf Wills að þessu sinni var persónuleikaprófið.“

Reyndar býður söfnuðurinn upp á þessi próf án endurgjalds. „Tilgangurinn með þeim er að snúa fólki til trúarinnar með því að leiða í ljós persónuleikabresti í því sem Vísindakirkjan geti bætt úr,“ segir heimildamaðurinn ennfremur.

Það var Tom Cruise, góður vinur Wills, sem kynnti hann fyrir kenningum Vísindakirkjunnar, en fyrir skömmu lýsti Will því yfir að hann tryði ekki á skipulögð trúarbrögð.

Hann sagðist líka telja, að Cruise - sem sagður er vera næst æðsti maðurinn í Vísindakirkjunni - væri „einhver mesti andans maður sem ég hef kynnst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir