Sigur Rós í 250.000

mbl.is/Eggert

Alls hafa 250.000 eintök af plötunni Hvarf/Heim með Sigur Rós selst á heimsvísu, sem verður að teljast ansi góður árangur þegar tekið er mið af því að ekki er um eiginlega breiðskífu að ræða. „Þannig að þetta eru vægast sagt mjög góðar tölur,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður sveitarinnar.

 Þá hefur DVD-diskur með heimildarmyndinni Heima einnig selst mjög vel, eða í 150.000 eintökum. Til samanburðar má nefna að nýjasti DVD-diskur Radiohead hefur selst í 400.000 eintökum. Að sögn Kára stefnir Sigur Rós að því að senda frá sér nýja plötu á þessu ári, en sveitin var í hljóðveri í tvær vikur fyrir jól.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar