Britney að gifta sig?

Britney Spears ekið út úr sjúkrahúsi nýlega.
Britney Spears ekið út úr sjúkrahúsi nýlega. AP

Bandaríska poppsöngkonan Britney Spears er sögð hafa komið fjölskyldu sinni í opna skjöldu með því að tilkynna, að hún ætli að fara að gifta sig í þriðja skipti.

Hinn heppni er ljósmyndarinn Adnan Ghalib. Að sögn breska götusölublaðsins Daily Star vill söngkonan að prédikari frá vísindakirkjunni gefi þau Ghalib saman. Fullyrðir blaðið, að Britney hafi fengið áhuga á þessum sértrúarsöfnuði og vilji brúðkaup líkt og þegar leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes giftu sig.

Daily Star  hefur eftir vini Britneyjar að þetta séu galin áform og fjölskyldan sé miður sín.

Britney, sem er 26 ára, er sögð hafa sagt þessar fréttir á baðströnd í Mexíkó en þangað fór hún með Ghalib til að jafna sig á ýmsum uppákomum. Raunar óttast vinir hennar að þau Ghalib kunni þegar að vera gift en þau þegar komu til Los Angeles í gær var Britney klædd í kjól, sem líkist brúðarkjól.

Britney hefur tvívegis áður gengið í hjónaband. Hún giftist æskufélaga sinum Jason Alexander, í Las Vegas árið 2004 eftir að þau höfðu verið úti á lífinu eitt kvöld. Hjónabandið var ógilt tveimur sólarhringum síðar. Þá giftist hún dansaranum Kevin Federline og eignaðist með honum 2 drengi. Deila um forræði yfir drengjunum er nú fyrir fyrir dómstólum.

 .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson