Björk réðist á ljósmyndara

Björk Guðmundsdóttir réðist á ljósmyndara á Nýja Sjálandi.
Björk Guðmundsdóttir réðist á ljósmyndara á Nýja Sjálandi. mbl.is/Gúndi

Við kom­una til flug­vall­ar­ins í Auckland á Nýja Sjálandi í gær réðist söng­kon­an Björk Guðmunds­dótt­ir á ljós­mynd­ara sem hafði tekið af henni mynd­ir þrátt fyr­ir að hafa verið beðinn um að gera það ekki. Björk hef­ur áður talað við ljós­mynd­ara með hrúts­horn­um tveim, það var 1996 á Bang­kok flug­velli.

Að þessu sinni var það, Glenn Jef­frey, ljós­mynd­ari frá ný­sjá­lenska dag­blaðinu Her­ald sem tók af henni nokkr­ar mynd­ir þrátt fyr­ir að fylgd­armaður Bjark­ar bæði hann um að gera það ekki. 

Jef­frey seg­ir í viðtali við AFP frétta­stof­una í frétta­skeyti í morg­un að hann hafi tekið nokkr­ar mynd­ir af henni og snúið sér und­an til að ganga á braut þegar Björk réðist aft­an að hon­um og reif stutterma­bol­inn hans niður eft­ir bak­inu.

Við árás­ina valt Björk um koll og datt í gólfið. Jef­frey seg­ist ekki hafa talað við hana eða snert hana.

Föru­naut­ur Bjark­ar sem ekki hef­ur verið nefnd­ur á nafn mun hafa sagt: „B, ekki gera þetta. B, ekki gera þetta."

 Björk á að syngja á tón­list­ar­hátíð í Auckland á föstu­dag­inn kem­ur.

Jef­frey mun hafa rætt við lög­regl­una um árás­ina og seg­ir hann að það sé óviðun­andi að ráðist sé á frétta­ljós­mynd­ara og seg­ist hann hafa sinn laga­lega rétt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell