Björk réðist á ljósmyndara

Björk Guðmundsdóttir réðist á ljósmyndara á Nýja Sjálandi.
Björk Guðmundsdóttir réðist á ljósmyndara á Nýja Sjálandi. mbl.is/Gúndi

Við komuna til flugvallarins í Auckland á Nýja Sjálandi í gær réðist söngkonan Björk Guðmundsdóttir á ljósmyndara sem hafði tekið af henni myndir þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að gera það ekki. Björk hefur áður talað við ljósmyndara með hrútshornum tveim, það var 1996 á Bangkok flugvelli.

Að þessu sinni var það, Glenn Jeffrey, ljósmyndari frá nýsjálenska dagblaðinu Herald sem tók af henni nokkrar myndir þrátt fyrir að fylgdarmaður Bjarkar bæði hann um að gera það ekki. 

Jeffrey segir í viðtali við AFP fréttastofuna í fréttaskeyti í morgun að hann hafi tekið nokkrar myndir af henni og snúið sér undan til að ganga á braut þegar Björk réðist aftan að honum og reif stuttermabolinn hans niður eftir bakinu.

Við árásina valt Björk um koll og datt í gólfið. Jeffrey segist ekki hafa talað við hana eða snert hana.

Förunautur Bjarkar sem ekki hefur verið nefndur á nafn mun hafa sagt: „B, ekki gera þetta. B, ekki gera þetta."

 Björk á að syngja á tónlistarhátíð í Auckland á föstudaginn kemur.

Jeffrey mun hafa rætt við lögregluna um árásina og segir hann að það sé óviðunandi að ráðist sé á fréttaljósmyndara og segist hann hafa sinn lagalega rétt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir