Golden Globe verðlaunin veitt

Breska kvikmyndin  Atonement, eða Friðþæging, sem gerð var eftir skáldsögu Ian McEwans, var valin besta dramakvikmyndin þegar Golden Globe verðlaunin voru veitt í Los Angeles í gærkvöldi. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina.

Tilkynnt var um verðlaunin á hálftíma löngum blaðamannafundi en verðlaunahátíðinni var aflýst í ár vega verkfalls handritshöfunda, sem staðið hefur yfir frá því í nóvember.

Golden Globe verðlaunin eru oft talin gefa vísbendingar um hverjir hljóti Óskarsverðlaunin, sem veitt verða í febrúar, en að þessu sinni skaraði engin mynd framúr.

Friðþæging fékk sjö tilnefningar til verðlaunanna en fékk tvenn verðlaun eins og áður sagði. Keira Knightley og James McAvoy voru tilnefnd sem bestu leikarar í dramakvikmynd en það voru Julie  Chirstie og    Daniel Day-Lewis sem fengu verðlaunin. Christie, sem er 66 ára, fékk verðlaun fyrir myndina Away From Her og Day Lewis fyrir myndina There Will Be Blood. 42 ár eru liðin frá því Christie var síðast tilnefnd til Golden Globe verðlauna, þá fyrir myndina Darling sem hún vann Óskar fyrir.

Myndin Sweeney Todd eftir Tim Burton var valin besta myndin í flokki söng- og gamanmynda og Johnny Depp var valinn besti karlleikarinn í þeim flokki fyrir þá mynd. Franska leikkonan Marion Cotillard í myndinni  La Vie En Rose. 

Ástralska kvikmyndaleikkonan Cate Blanchett fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir að leika Bob Dylan í myndinni  I'm Not There. Spánverjinn Javier Bardem var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir myndina  No Country for Old Men.

Jorge Camara, forseti samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood, tilkynnir hvaða …
Jorge Camara, forseti samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood, tilkynnir hvaða mynd hafi verið valin sú besta. Reuters
Julie Christie og Gordon Pinsent í myndinni Away From Her.
Julie Christie og Gordon Pinsent í myndinni Away From Her.
Daniel Day-Lewis var valinn besti karlleikarinn í dramamynd.
Daniel Day-Lewis var valinn besti karlleikarinn í dramamynd. Reuters
Johnny Depp var valinn besti leikari í söngva- eða gamanmynd …
Johnny Depp var valinn besti leikari í söngva- eða gamanmynd fyrir Sweeney Todd. Reuters
Marion Cotillard var valin besta leikkonan í söngva- eða gamanmynd.
Marion Cotillard var valin besta leikkonan í söngva- eða gamanmynd. Reuters
Lara Spencer, blaðamaður, tilkynnir að Cate Blanchett hafi verið valin …
Lara Spencer, blaðamaður, tilkynnir að Cate Blanchett hafi verið valin besta leikkonan í aukahlutverki. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir