Sarkozy og Bruni gift?

Nicolas Sarkozy og Carla Bruni voru saman í Egyptalandi um …
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni voru saman í Egyptalandi um jólin. Reuters

Fréttir franskra fjölmiðla um samband þeirra Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, og söngkununnar Carla Bruni færast stöðugt í aukana. Nú fullyrðir blaðið  l’Est Republicain  á fréttavef sínum að þau Sarkozy og Bruni hafi gift sig í  Elysées forsetahöllinni í París í síðustu viku.

Blaðið, sem oft hefur verið fyrst með fréttir af einkalífi franska forsetans, vísar til  heimildarmanns sem þekkir fólk sem var viðstatt afhöfnina.

Talsmaður Sarkozys, sem er í Sádi-Arabíu, sagði síðdegis að fréttin fjallaði um einkalíf forsetans og um það myndi hann ekki tjá sig. 

Orðrómur hefur verið um það í frönskum bloggheimum, að Bruni sé barnshafandi. Þau forsetinn hittust fyrst í nóvember eftir að Sarkozy skildi við Céciliu, fyrrverandi eiginkonu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar