Ber brjóst bönnuð í lóninu, í lagi á ylströndinni

Engar reglur eru um að bannað sé að vera ber …
Engar reglur eru um að bannað sé að vera ber að ofan á ylströndinni mbl.is/Ómar

„Það er gömul lumma og fyrir mína tíð," segir Óttar Hrafnkelsson,
forstöðumaður ylstrandarinnar í Nauthólsvík um meint bann á berum brjóstum á ströndinni. Sænskar og danskar konur berjast nú fyrir breyttum baðfatareglum á sundstöðum en þær vilja fá að synda bera að ofan - rétt eins og karlmenn.

Í 24 stundum á föstudag kom fram að íslenskar konur njóta mun meira frelsis en engar reglur virðast banna þeim að flagga berum barminum í sundlaugum landsins.

„Þetta voru ómótaðar reglur," segir Óttar. „Það er ekki bannað að vera
berbrjósta á ylströndinni. Í öllum sínum einfaldleika er þetta þannig að ef kvenmaður kýs að vera berbrjósta á ylströndinni þá er það allt í lagi, svo lengi sem það truflar ekki aðra gesti."

Kvenfólk má ekki vera berbrjósta í Bláa lóninu en ástæðan fyrir því er einföld að sögn Magneu Guðmundsdóttur kynningarfulltrúa. „Við fáum til okkar gesti af svo ofboðslega mörgum þjóðernum. Það sem okkur á Íslandi þætti sjálfsagt getur sært blygðunarkennd annarra gesta."

70% gesta Bláa lónsins eru erlendir að sögn Magneu. „Við höfum ekki orðið vör við mótmæli eða óánægju íslenskra gesta varðandi þetta. Það hefur verið skemmtileg baðfatatíska á Íslandi og ég held að konum þyki gaman að spóka sig í bikiní."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan