Britney frá dómshúsinu í kirkju

Teikuð mynd af Kevin Federline, fyrrum eiginmanni Britney Spears við …
Teikuð mynd af Kevin Federline, fyrrum eiginmanni Britney Spears við réttarhöldin í gær. AP

Bandaríska söngkonan Britney Spears mun fá annað tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við dómara í forræðisdeilu hennar og fyrrum eiginmanns hennar Kevin Federline vegna tveggja ungra sona þeirra er málið verður tekið fyrir að nýju þann 19. febrúar.

Söngkonan átti að koma fyrir dómara vegna málsins í gær. Hún snéri hins vegar við á tröppum dómshússins þar sem mikill fjöldi ljósmyndara og blaðamanna beið komu hennar.

Eftir að hafa hlýtt á vitnisburð lögreglu og félagsráðgjafa úrskurðaði dómarinn að hún skyldi áfram svipt umgengnisrétti við drengina sem eru eins og tveggja ára.

Fjallað var um það í fyrirtökunni í gær er Britney neitaði að afhenda Federline synina í upphafi þessa mánaðar en í kjölfar þess var lögregla kölluð til og hún flutt á sjúkrahús.

 Britney er sögð hafa haldið í Little Brown kirkjuna í Los Angeles frá dómshúsinu ásamt vini sínum Adnan Ghalib. Þaðan fór hún á veitingahúsið Gaucho Grill þar sem hún snæddi með Ghalib, fyrrum fjölmiðlafulltrúa sínum Sam Lufti og ónafngreindum þriðja manni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir