Kvikmyndaleiga á iTunes

Steve Jobs, forstjóri bandaríska tölvuframleiðandans Apple, kynnti á MacWorld ráðstefnu fyrirtækisins í San Francisco nú síðdegis, að fyrirtækið hefði gert samkomulag við kvikmyndafélög í Hollywood sem gerði neytendum kleift að leigja kvikmyndir gegnum iTunes niðurhalsþjónustu Apple. 

Þjónustunni var hleypt af stokkunum í dag en stefnt er að því að þar verði um 1000 kvikmyndatitlar í boði í febrúarlok. Notendur geta sótt myndirnar gegn 3-5 dala gjaldi og horft á þær í sjónvörpum, iPhones og iPod spilurum.

Jobs sagði að gerðir hefðu verið samningar við öll helstu kvikmyndaverin, þar á meðal 20th Century Fox, The Walt Disney Studios, Warner Bros., Paramount, Universal Studios Home Entertainment, Sony Pictures Entertainment, Metro-Goldwyn-Mayer, Lionsgate og  New Line Cinema.

Apple.com

Steve Jobs kynnir samninga við kvikmyndafélög.
Steve Jobs kynnir samninga við kvikmyndafélög. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir