Upplýst hver Mona Lisa var

Mona Lisa
Mona Lisa AP

Há­skól­inn í Heidel­berg hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um að starfs­menn á veg­um skól­ans hafi kom­ist að því hvaða kona eigi bros Monu Lisu sem ít­alski mál­ar­inn Leon­ar­do da Vinci gerði ódauðlegt. Kon­an á mynd­inni heit­ir Lisa del Gi­ocondo, eig­in­kona kaup­sýslu­manns­ins Francesco del Gi­ocondo.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá þýska há­skól­an­um hef­ur rann­sókn­ar­maður á veg­um skól­ans fundið gögn sem staðfesta að Lisa del Gi­ocondo er kon­an á mynd­inni. Kem­ur þetta fram í texta sem ritaður er á spáss­íu bók­ar sem var í eigu vin­ar da Vinci.

Staðfest­ir þetta grun sem lengi hef­ur verið uppi um hver kon­an er  en það var strax árið 1550 sem rit­höf­und­ur­inn Gi­orgio Vas­ari hélt þessu fram. Vas­ari tíma­setti einnig gerð mál­verks­ins en sam­kvæmt hon­um var það málað á tíma­bil­inu 1503-1506, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá há­skól­an­um í Heidel­berg. Mál­verkið af Monu Lisu eða La Gi­oconda á ít­ölsku er til sýn­is í Louvre-safn­inu í Par­ís.

 Hægt er að lesa meira um tengsl Gi­ocondo og Monu Lisu á Wikipedia

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Guðríður Hrefna Haraldsdóttir Guðríður Hrefna Har­alds­dótt­ir: Aft­ur?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir