Dóttir Össurar kortleggur ráðuneytið

„Henni fannst flókið að rata í ráðuneytinu og taldi að það yrði erfitt fyrir pabba sinn," segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um kort sem Birta, dóttir hans, dró upp af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og hann hefur hengt upp inni á skrifstofu sinni.

Kortið er mjög ítarlegt og sýnir nákvæma herbergjaskipan í ráðuneytinu. Eins og gefur að skilja eru flest rýmin skrifstofur, en Birta tiltekur einnig herbergi með „alls kyns efni um mál" og herbergi bílstjóra ásamt því að tilgreina útganga með rauðu límbandi.

Össur segist aldrei hafa týnst í ráðuneytinu, en tekur fram að Birtu sé mjög annt um velferð sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar