Eldavélin sú dýrasta og flottasta á landinu

Eldavélin nýja í Gallerý á Hótel Holti.
Eldavélin nýja í Gallerý á Hótel Holti. mbl.isÁrni Sæberg

Þegar athafnahjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir byggðu Hótel Holt og opnuðu í febrúar árið 1965 kynntu þau til sögunnar hótel og veitingahús sem átti að vera fyrsta flokks í hvívetna og sameina framúrskarandi matargerð og myndlist. Og þannig hefur hótelið náð að halda sér í áranna rás, verið klassískt og í forystu í hugum fólks og staðið af sér allar tískusveiflur.

Þessa dagana fara fram viðamiklar endurbætur á veitingahúsi hótelsins.

„Við erum ekkert að eltast við tískusveiflur heldur að styrkja okkur í því sem við gerum best, erum og verðum fyrsta flokks hótel og veitingahús,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumeistari sem kominn er heim eftir að hafa starfað í fimm ár sem yfirmatreiðslumeistari á Michelin-veitingahúsinu Domaine de Clairefontaine í Frakklandi.

Friðgeir lærði á sínum tíma á Holtinu, hann er sonur hótelstjórans á Hótel Holti, Eiríks Inga Friðgeirssonar, sem er sjálfur matreiðslumeistari og starfaði lengi sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti. Friðgeir hefur tekið við því starfi sem faðir hans gegndi um árabil og Eiríkur segist vera stoltur af syninum og þeim árangri sem hann hafi náð í faginu.

Ætlum að halda forystusætinu

„Við ákváðum í samvinnu við Geirlaugu Þorvaldsdóttur, eiganda hótelsins, að gera breytingar á veitingastaðnum, Gallery. Þetta eru síður en svo byltingarkenndar breytingar en þær færa okkur nær markmiðum okkar,“ segir Friðgeir.

Hann segir að viðskiptavinir Hótel Holts séu tryggir og það sé ekki meiningin að þeir verði fyrir vonbrigðum með staðinn sinn. Öll sérkenni Holtsins fá að halda sér, stórfenglegu listaverkin sem prýða veggi hótelsins og umgjörðin verður að vanda glæsileg. „Við ætlum bara að styrkja okkur enn frekar í sessi, halda forystusætinu um ókomin ár.“

Teiknuðu eldavélina sem er handsmíðuð

Friðgeir hefur ásamt starfsfólki á Holtinu legið yfir breytingum á eldhúsinu í nokkurn tíma. Niðurstaðan varð sú að eldhúsinu var gjörbylt og Friðgeir hannaði með sínu fólki og teiknaði eldavélina sem nú er komin til landsins. Hún er handsmíðuð í Frakklandi og engin smásmíði.

„Í þessari eldavél er allt það sem við töldum okkur þurfa eins og innbyggður djúpsteikingarpottur, vatnsbað, rafmagnshellur, gashellur, yfirhiti, hitaborð og gott pláss fyrir potta og pönnur. Þetta er langstærsta, dýrasta og flottasta eldavél sem hefur komið til landsins en hún er 3,7 metrar á lengd og vegur um 1.550 kíló. Vélin er úr stáli að ofan en afgangurinn úr kopar og hún er sprautuð vínrauð í anda Holtsins.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir