Ellen vinsælli en Oprah

Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres.

Bandaríski háðfuglinn Ellen DeGeneres hefur hrundið Opruh Winfrey af stalli sem ástsælasta sjónvarpsstjarnan í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri könnun. Winfrey hefur verið í efsta sæti undanfarin fimm ár, en er nú komin niður í annað.

Líkt og Winfrey stjórnar DeGeneres spjallþætti í sjónvarpinu. Hún vakti mikla athygli nýverið er hún brast í grát í beinni útsendingu vegna hunds sem mannúðarsamtök höfðu tekið í sína vörslu eftir að DeGeneres hafði gefið dóttur hárgreiðslukonunnar sinnar.

Winfrey hefur undanfarið látið til sín taka í stjórnmálum og lýst stuðningi við forsetaframboð Baraks Obama, en mánuði eftir þá yfirlýsingu vann Obama óvæntan sigur á Hillary Clinton í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar