Titruðu af ótta

Sprengjusveit Gautaborgarlögreglunnar í Svíþjóð var kölluð út í dag þegar dularfullur titrandi böggull fannst í bílakjallara undir fjölbýlishúsi í borginni.

Það var húsvörður í blokkinni sem kallaði lögreglu til en pakkinn titraði og suðaði með mjög grunsamlegum hætti. Lögreglan afgirti svæði umhverfis húsið og sendi vélmenni inn í kjallarann til að athuga pakkann nánar. Þegar umbúðirnar höfðu verið fjarlægðar kom í ljós að böggullinn innihélt hjálpartæki ástarlífsins, sem gekk fyrir rafhlöðum.

„Pakkinn titraði þegar húsvörðurinn fann hann en var í þann mund að fjara út þegar hann var gerður óvirkur," sagði talsmaður lögreglunnar.

Eigandinn hefur ekki fundist enn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar