45% dýrara að leigja en kaupa Næturvaktina

Félagarnir á næturvaktinni.
Félagarnir á næturvaktinni.

„Þetta var talið sanngjarnt verð miðað við aðstæður. Þjónustan var hugsuð fyrir fólk sem nær í einn, tvo þætti. Ekki endilega alla seríuna," segir Friðrik Friðriksson, þróunarstjóri hjá Skjánum.

350 krónur kostar að leigja hvern þátt Næturvaktarinnar í sólarhring í VOD-þjónustu Skjásins. Allir þættirnir tólf kosta því 4.200 krónur.

1.090 krónur kostar að leigja alla þáttaröð Næturvaktarinnar í Bónusvídeó og raftækjaverslunin Max býður upp á þættina til sölu á 2.900 krónur. Það er því um 45% dýrara að leigja Næturvaktina í gegnum VOD-þjónustu Skjásins en að kaupa hana í Max.

Til samanburðar má nefna að vefverslun iTunes í Bandaríkjunum býður upp á sjónvarpsþætti til niðurhals á tæpar hundrað krónur stykkið. „Þetta hefur gengið umfram væntingar, það er greinilega mikil spenna fyrir þættinum," segir Friðrik. „Verðið er samkomulag milli eiganda efnisins og okkar."

Hver þáttur Næturvaktarinnar er í sama verðflokki og svoköllaðar „library" -kvikmyndir í VOD-þjónustu Skjásins að sögn Friðriks. Í flokknum má finna eldri kvikmyndir, en þær nýjustu kosta meira. Enginn sér verðflokkur er til staðar fyrir sjónvarpsþætti.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir verðlagningu Skjásins á Næturvaktinni vera enn eitt dæmið um hvað það skiptir miklu máli fyrir neytendur að vera vel á varðbergi og fylgjast eins vel með og þeir mögulega geta.

„Það er frjáls verðlagning. Þar af leiðandi geta seljendur á vöru og þjónustu sett upp það verð sem þeim þóknast," segir Jóhannes. „En að sjálfsögðu er það óeðlilegt að það sé verið að leigja þættina út á miklu hærra verði en það kostar að eiga þá heima hjá sér."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup