Federline segir vanda Spears eðlilegan

Teikuð mynd af Kevin Federline við réttarhöldin á mánudag.
Teikuð mynd af Kevin Federline við réttarhöldin á mánudag. AP

Kevin Federline, fyrrum eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, heldur því fram í nýlegu blaðaviðtali að fólk njóti þess að fylgjast með erfiðleikum hennar þar sem það geri þeirra eigin vandamál hversdagslegri. 

„Fólk setur þetta upp á stall en raunin er sú að við göngum í gegn um hlutina á nákvæmlega sama hátt og aðrir, þú skilur. Það er í raun enginn munur þar á,” segir hann í viðtali við tímaritið Interview. „Þrátt fyrir alla umfjöllunina og þótt allir séu að horfa á okkur þá er þetta eðlilegt fyrir okkur.” Federline fer nú með forræði yfir tveimur ungum sonum þeirra og á mánudag var Britney svipt öllum umgengisrétti við þá eftir að hún mætti ekki til fyrirtöku málsins hjá dómara.  

Spurður um það hvort hann sé frægasti faðir Bandaríkjanna svarar hann því til að hann viti það ekki. Brad Pitt sé einnig hátt skrifaður sem slíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar