Flestir sáu Simpsons en Astrópía skilaði mestu í kassann

AP

Íslendingar eyddu 1.104.938.460 krónum árið 2007 í aðgangseyri í kvikmyndahús landsins og 1.477.278 miðar voru seldir. Flestir sáu myndina um Simpsons fjölskylduna á síðasta ári eða 57.067 en Astrópía skilaði mestu í kassann, 45,6 milljónum króna. 46.313 manns fóru í kvikmyndahús á Íslandi á síðasta ári til þess að sjá Astrópíu. Kvikmyndin um Simpsons skilaði hins vegar 41,6 milljónum króna í kassann.

Samkvæmt tilkynningu frá Smáís jukust tekjur af miðasölu á árinu 2007  um 2% frá árinu 2006 og þar af eru íslenskar myndir með um 9% hlutdeild. „3 íslenskar myndir eru inná topp 20, Astrópía, Veðramót og Köld Slóð,  sem er með því besta sem sést hefur frá innlendri framleiðslu hér á landi enda mikil gróska í Íslenskri kvikmyndagerð og von á áframhaldandi velgengni næstu ár," samkvæmt fréttatilkynningu.

Bandarískar kvikmyndir voru vinsælastar með um 82% hlutdeild af markaðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan