Óku of nærri Britney

Ökuréttindi Britney reyndust í lagi í þetta skiptið
Ökuréttindi Britney reyndust í lagi í þetta skiptið AP

Fjórir paparazzi ljósmyndarar voru í dag handteknir í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir ógætilegan akstur, en þeir höfðu verið að elta Mercedes-Benz bifreið söngkonunnar Britney Spears.

Að sögn lögreglu óku ljósmyndararnir hratt og of nálægt bifreið poppstjörnunnar auk þess sem þeir skiptu ógætilega um akreinar.

Allt reyndist í himnalagi hjá Britney aldrei þessu vant, en hún fékk að fara ferða sinna eftir að lögregla hafði rætt við hana og gengið úr skugga um að ökuréttindi hennar væru í lagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar