Fjórir paparazzi ljósmyndarar voru í dag handteknir í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir ógætilegan akstur, en þeir höfðu verið að elta Mercedes-Benz bifreið söngkonunnar Britney Spears.
Að sögn lögreglu óku ljósmyndararnir hratt og of nálægt bifreið poppstjörnunnar auk þess sem þeir skiptu ógætilega um akreinar.
Allt reyndist í himnalagi hjá Britney aldrei þessu vant, en hún fékk að fara ferða sinna eftir að lögregla hafði rætt við hana og gengið úr skugga um að ökuréttindi hennar væru í lagi.