Stutt hjónabandssæla

Eddie Murphy og Tracey Edmonds
Eddie Murphy og Tracey Edmonds Reuters

Leikarinn Eddie Murphy og eiginkona hans, Tracey Edmonds, eru skilin en þau gengu í hjónaband á nýársdag á einkaeyju, skammt frá Bora Bora. Segir í tilkynningu að þau hafi ákveðið að gifta sig ekki í Bandaríkjunum sem er nauðsynlegt til þess að hjónavígslan teljist lögleg þar í landi. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Murphy og Edmonds.

„Á sama tíma og nýleg táknræn athöfn á Bora Bora var til marks um djúpa ást okkar, vináttu og virðingu sem við berum fyrir hvort öðru á andlega sviðinu, höfum við ákveðið að vera vinir áfram," að því er segir í tilkynningu.

 Eddie og Tracey byrjuðu saman seint á árinu 2006 og trúlofuðust í júlí á síðasta ári. Eddie Murphy á fimm börn með fyrrum eiginkonu sinni, Nicole Mitchell Murphy, en þau skildu árið 2005. Hann á einnig dótturina Angel Iris með Kryddpíunni  Mel B.

Tracey Edmonds á tvo syni af fyrra hjónabandi með söngvaranum Kenneth „Babyface“ Edmonds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir