Leikkonan Lindsey Lohan hefur verið skikkuð til að vinna tvær fjögurra tíma vaktir í líkhúsi og er vinnan hluti af refsingu hennar fyrir að hafa ekið undir áhrifum.
Lohan var á síðasta ári tekin við akstur undir áhrifum og fannst auk þess á henni kókaín. Vaktirnar í líkhúsinu er hluti af áætlun yfirvalda í Kaliforníu sem miðar að því að fá ökufanta til að sjá villur síns vegar.
Lohan hefur þegar eytt 84 mínútum í fangelsi, farið í meðferð og unnið samfélagsstörf fyrir Rauða krossinn að skipan dómara.
Þá er refsingunni ekki lokið þegar hún hefur tekið að sér störf á líkhúsinu, heldur hefur henni einnig verið gert að vinna í tvo daga á bráðamóttöku.