Látið dætur mínar í friði!

Denzel Washington.
Denzel Washington.

Bandaríski leikarinn Denzel Washington leggur kærasta og karlkyns vini dætra sinna í einelti. Washington á tvær dætur, hina tvítugu Katiu og Oliviu sem er 16 ára gömul.

„Eldri dóttir mín á kærasta og hann er í sama skóla og hún. Hann er greinilega mjög klár, en hann er með alltof marga eyrnalokka fyrir minn smekk. Ég sagði bara við hann að ég myndi ekki verða mjög vingjarnlegur við hann, og svo sagði ég elsta syni mínum að fylla hann af guðs ótta,“ sagði Washington í viðtali hjá David Letterman. Hann viðurkenndi þó um leið að hann væri ekki eins strangur við syni sína tvo, þá John (24 ára) og Malcolm (16 ára).

Washington mun ekki vera fyrsti frægi Hollywood-leikarinn sem reynir að hræða burt vonbiðla með þessum hætti því Bruce Willis hefur einnig sagt frá því hvernig hann notaði „töffara-störu“ sína til þess að hræða burt unga menn sem óskuðu eftir samveru dætra hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup