Dópdísin Amy Winehouse lét til sín taka í vikunni þegar hún slóst við ljósmyndara. Winehouse var að rölta heim til sín eftir að hafa heimsótt eiginmann sinn í fangelsi þegar ljósmyndarinn varð á vegi hennar.
Winehouse kærði sig lítið um myndatökurnar, reifst við ljósmyndarann og endaði á því að kýla hann kaldan.