Britney talar bresku!

Britney Spears.
Britney Spears. AP

Nýjustu fregnir af Britney Spears herma að hún þjáist af einhvers konar klofnum persónuleika því að undanförnu hefur hún ítrekað verið staðin að því að tala með breskum hreim. „Britney þjáist af klofnum persónuleika því hún virðist flakka á milli persónuleika. Einn þessara persónuleika er það sem við köllum „breska stelpan“. Þá fer hún allt í einu að tala með breskum hreim en svo þegar hún hættir því allt í einu hefur hún ekki hugmynd um hvernig hún hefur talað mínúturnar á undan,“ sagði heimildarmaður í viðtali á vefsíðunni TMZ.com.

„Hún hefur mun fleiri persónuleika og við höfum gefið þeim öllum nafn. Til dæmis grenjuskjóðan, dívan og ruglaða stelpan.“

Britney, sem er orðin 26 ára gömul, var lögð inn á spítala hinn 3. janúar síðastliðinn þar sem talið var að hún hefði tekin inn ólyfjan. Þegar farið var með hana út í sjúkrabíl náðist myndbandsupptaka af henni tala með breskum hreim.

Annars er það að frétta af stúlkunni að góðvinur hennar, Sam Lufti, sagði í útvarpsviðtali við Ryan Seacrest að hún væri ekki ófrísk og að hún hefði engan áhuga á að ganga að eiga unnusta sinn, ljósmyndarann Adnan Ghalib. Í viðtalinu, sem var tekið í gegnum síma, mátti heyra í Britney í bakgrunninum og var hún greinilega í sturtu: „Út með þig, ég er nakin, út!“ heyrðist Britney segja. Þegar Lufti spurði Britney hvers vegna hún væri í sturtu svaraði hún: „Það er vond lykt af mér. Lokaðu dyrunum, ég er viðbjóðsleg!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir