Angelina Jolie og Brad Pitt hafa áform um að ættleiða aðra stúlku frá Afríku. Þau ætla að heimsækja heimili fyrir munaðarlaus börn um páskana til þess að finna aðra stelpu en þau eiga fyrir tveggja ára dóttur sem þau ættleiddu frá Eþíópíu.
Haft er eftir James Haven, bróður Angelinu, að þau muni halda áfram að ættleiða eins lengi og þau geta.
„Angie og Brad tala um hversu mikið börnin hafa kennt þeim. Á margan hátt bjargaði Angie lífi Zahöru og það eru mörg börn sem hún gæti bjargað og hún er alltaf að tala um það,"sagði James við dagblaðið Daily Mirror.
Angeline hefur sagt frá því að hún vilji halda kynþáttajafnvægi í fjölskyldunni.
„Okkur finnst að við ættum að halda kynþáttjafnvægi, þannig að það sé annað barn frá Afríku fyrir Zahöru, eftir að við fengum annað barn frá Asíu fyrir Maddox. Shiloh hefur okkur til þess að horfa á," var haft eftir Angelinu í fyrra.
Parið á þrjú ættleidd börn. Maddox frá Kambódíu, Pax frá Víetnam og Zahöru frá Eþíópíu. Einnig eiga þau Shiloh sem er þeirra eina líffræðilega barn.