Heath Ledger látinn

Ástralski leikarinn Heath Ledger fannst látinn í íbúð í Sohohverfi á Manhattan í New York í dag. Ledger var 28 ára gamall og var árið 2005 tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain.

Kona sem starfaði við þrif í íbúðinni kom að leikaranum og var hann úrskurðaður látinn eftir að björgunarmenn komu á staðinn. Fréttastofan AP hefur eftir lögreglu að andlát Ledger tengist hugsanlega lyfjanotkun en tölfur munu hafa fundist við líkið. Að sögn blaðsins New York Times á leikkonan Mary-Kate Olsen íbúðina sem Ledger fannst í.

Heath Ledger flutti frá Ástralíu til Hollywood þegar hann var 19 ára og hann fékk fljótlega hlutverk í myndinni sem Mel Gibson leikstýrði og lék aðalhlutverkið í. Ledger lék síðan meðal annars í kvikmyndunum Monster's Ball og A Knights Tale og  hann hafði tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Dark Knight, sem er framhald kvikmyndarinnar Batman Begins

Ledger kynntist eiginkonu sinni, leikkonunni Michelle Williams árið 2005 við tökur á myndinni Brokeback Mountain. Þau eignuðust dótturina Matildu, en skildu á síðasta ári.

Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain.
Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka