Myndir sýna Amy neyta fíkniefna

Amy Winehouse er hún var við dómsfyrirtöku í máli eiginmanns …
Amy Winehouse er hún var við dómsfyrirtöku í máli eiginmanns síns Blake Fielder-Civil, á föstudag. Umræddar myndir eru sagðar teknar sama dag. AP

Lögregla í Bretlandi hefur nú til rannsóknar myndband af söngkonunni Amy Winehouse þar sem hún neyta kókaíns og annarra fíkniefna. Myndirnar, eru teknar í veislu á heimili söngkonunnar og mun lögregla hafa fengið þær frá forsvarsmönnum dagblaðsins The Sun. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Vel má vera að myndband ykkar af Amy við fíkniefnaneyslu sé það besta sem nokkru sinni hefur hent hana,” segir faðir hennar Mitch um málið.

„Þrátt fyrir allan sársaukann, mun það hugsanlega reynast það sem til þarf til að sannfæra hana um að hún þurfi að leita sér hjálpar til að hætta endanlega.”

Winehouse sást fara ámeðferðarstofnun með föður sínum skömmu eftir að greint var frá tilvist myndanna en talsmaður meðferðarstofnunarinnar segir að einungis hafi verið um vikulegt tveggja tíma viðtal hennar við ráðgjafa að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar