Segja Ledger hafa látist af slysförum

Fjölskylda kvikmyndaleikarans Heaths Ledgers hafnar því að hann hafi framið sjálfsmorð og segir hann hafa látist af slysförum. Ledger fannst látinn í íbúð á Manhattan í gær. Lögregla sagði að svefnpillur hefðu fundist rétt hjá rúminu sem hann lá í, en engar augljósar vísbendingar verið um sjálfsvíg.

Fjöldi fréttamanna hópaðist að heimili fjölskyldunnar í Perth í Ástralíu, heimabæ Ledgers, þar sem talsmaður fjölskyldunnar las yfirlýsingu. Fjöldi nafntogaðra Ástrala, þ.á m. Kevin Rudd forsætisráðherra og leikkonurnar Nicole Kidman og Cate Blanchett, hafa minnst Ledgers hlýlega.

Húsið í Soho á Manhattan þar sem Ledger fannst látinn.
Húsið í Soho á Manhattan þar sem Ledger fannst látinn. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup