Þarf að texta Brown?

Gordon Brown.
Gordon Brown. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kann að koma fram í þætti um Simpsonsfjölskylduna, en framleiðendur þáttanna telja að nauðsynlegt yrði að hafa texta með því sem Brown segir því að bandarískir áhorfendur myndu ekki skilja skoska hreiminn.

„Hann er Skoti. Ég veit ekki hvort nokkur myndi skilja hann. Sennilega þyrfti að texta hann,“ sagði Dan Povenmire, einn teiknaranna á bak við Simpsons, við Sky Online um þær hugmyndir að Brown komi fram í einum þætti.

Forveri hans, Tony Blair, kom fram í Simpsonsþætti 2003. „Þegar Blair kom fram í þáttunum myndi ég giska á að um 80% af almenningi í Bandaríkjunum hafi ekki haft hugmynd um hver hann var!“ sagði Povenmire.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar