Útgáfufyrirtæki Amy Winehouse hefur gefið út yfirlýsingu um að Amy hafi innritað sig á meðferðarstofnun til þess að ná tökum á fíkniefnavanda sem hún hefur barist við um nokkurt skeið.
Fyrr í vikunni voru birtar myndir í The Sun af Winehouse við neyslu á fíkniefnum og hefur breska lögreglan hafið rannsókn á málinu.
„Amy ákvað að fara í meðferð í dag eftir samtöl við útgáfufyrirtækið, lækna og fjölskyldu sína," segir í yfirlýsingu frá Universal Music Group.
Amy er tilnefnd til sex Grammy verðlauna sem verða afhend 10. febrúar næstkomandi í Los Angeles.