Ledger brenndi kerti sitt í báða enda

Michelle Williams og Heath Ledger.
Michelle Williams og Heath Ledger. Reuters

Michelle Williams, fyrrum unnusta ástralska kvikmyndaleikarans Heath Ledger  flaug til Bandaríkjanna frá Svíþjóð, þar sem hún var við kvikmyndatökur, í gær. Williams á tveggja ára dóttur Matilda með Ledger er þau greindu frá því í  september á síðasta ári að þau hefðu slitið sambandi sínu. 

„Hún er niðurbrotin. Ég trúi því ekki að Matilda muni vaxa úr grasi an þess að eiga föður, án þess að þekkja föður sinn,” segir vinkona Williams. “Michelle þarf nú að takast á við það að eiga dóttur sem hefur misst föður sinn. Hún er hörkutól. Hún á eftir að spjara sig  en það á eftir að verða erfitt.” 

Michelle og Heath kynntust er þau léku í myndinni 'Brokeback Mountain'. Er Michelle sögð hafa viljað slíta sambandinu og Heath enn hafa verið í sárum vegna þess er hann lést síðastliðinn þriðjudag. 

Larry, faðir Michelle, minntist hans í gær og sagði hann hafa lifað stutt en brennt kerti sitt í báða enda. „En ó hversu fagur sá logi var. Þannig var Heath, hann var fagur logi og bjó yfir miklum hæfileikum,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir