Íslensk paparazza-síða í smíðum

Jens Kristjánsson.
Jens Kristjánsson. mbl.is/Kristinn

 Fjölþjóðlegur myndavefur, celebrity.is, er nú í smíðum, þar sem almenningi gefst kostur á að senda inn myndir af frægum Íslendingum. Ekki eru veittar greiðslur fyrir myndirnar og eru þær ekki varðar höfundarréttarlögum og því frjálsar öllum til notkunar og birtingar; blaðamönnum sem bloggurum.

Jens Kristjánsson er eigandi vefsins og vefstjóri. „Ég tel að það hljóti að vera markaður fyrir þetta á Íslandi. Öll dagblöðin, ásamt Séð & Heyrt, birta myndir af fræga fólkinu og það hlýtur að vera vilji fyrir því að vera með miðlægan gagnagrunn fyrir svona myndir. Það verða sérstakir birtlar, einstaklingar sem ég þarf að samþykkja, sem fá aðgang að vefnum til að setja inn sínar myndir, en þeir þurfa að virða ákveðin siðferðismörk sem ég set, hvað varðar nekt og annað slíkt. Við höfum ekki áhuga á brókarlausum íslenskum stúlkum eða strákum, þó slíkt tíðkist erlendis,“ segir Jens sem óttast ekki viðbrögð stjarnanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar