Lifðu lengur en síðasti meirihluti

Luxor. Samstarfið varði í tæpt ár.
Luxor. Samstarfið varði í tæpt ár.

„Þeir tórðu alla­vega leng­ur en síðasti meiri­hluti í borg­ar­stjórn, þannig að þeir mega bara vel við una,“ seg­ir Ein­ar Bárðar­son, umboðsmaður stráka­sveit­ar­inn­ar Luxor sem hef­ur ákveðið að hætta störf­um. Sveit­in var stofnuð síðastliðið sum­ar og gaf hún út eina plötu sam­nefnda sveit­inni, en plat­an fékk held­ur mis­jafna dóma.

 „Ég hugsa að þess­ar harka­legu aðfar­ir gagn­rýn­enda hafi eitt­hvað haft með þetta að gera,“ seg­ir Ein­ar um ástæðu þess að sveit­in lagði upp laup­ana. „Einn gagn­rýn­andi kallaði þá til dæm­is syni djöf­uls­ins, það er kannski aðeins meira en þarf í gagn­rýni. Það er hægt að vinna sig að kjarna máls­ins með öðru orðafari en því.“

Þrátt fyr­ir slæma dóma seld­ist plata sveit­ar­inn­ar nokkuð vel fyr­ir jól. „Sal­an var al­veg til fyr­ir­mynd­ar. Ég hafði að vísu gert mér meiri von­ir en eft­ir að dóm­arn­ir fóru að birt­ast vissi ég að þetta yrði ekk­ert mikið meira,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir því við að þessi mála­lok séu vissu­lega von­brigði. Hann lít­ur þó á björtu hliðarn­ar. „Þeir ákveða að hætta og þá er bara meiri tími til þess að sinna öðrum verk­efn­um.“

Þakk­lát­ur Ein­ari

Þá seg­ir Arn­ar að slæm gagn­rýni hafi vissu­lega haft sitt að segja.

„Það er ekki skemmti­legt að heyra leiðin­lega gagn­rýni í sinn garð en maður bjóst al­veg við þessu. Þetta er nú bara svona á Íslandi, það virk­ar ekki margt.“

Aðspurður seg­ir Arn­ar þetta vissu­lega von­brigði. „En þetta var frá­bært tæki­færi og ég sé ekki eft­ir neinu sem ég gerði. Ég er líka mjög þakk­lát­ur Ein­ari fyr­ir að hafa fengið þetta tæki­færi, hann kom bolt­an­um af stað hjá mér,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að hann ætli að halda áfram í tón­list­inni. „Ég og Ed­g­ar Smári Atla­son, sem var líka í Luxor, höf­um ákveðið að hefja sam­starf ásamt Óskari Ein­ars­syni og Gospelkórn­um,“ seg­ir Arn­ar að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Smáa letrið segir oft aðra sögu en það stærra svo þú skalt taka þér tíma til þess að lesa það vandlega. Þú skalt vinna að því að auka þekkingu þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Smáa letrið segir oft aðra sögu en það stærra svo þú skalt taka þér tíma til þess að lesa það vandlega. Þú skalt vinna að því að auka þekkingu þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal