Tommy Lee alsæll á Egilsstöðum

Tommy Lee.
Tommy Lee.

Bandaríski rokkarinn Tommy Lee er einn þeirra fjölmörgu farþega flugvélar Icelandair sem kom frá New York snemma í morgun og lenti á Egilsstöðum. Að sögn Jóns Atla Helgasonar, hjá fyrirtækinu Jóni Jónssyni sem stendur að tónleikum Lee á Nasa í kvöld, er von á Lee til Reykjavíkur um hádegið en rokkarinn er að sögn í miklu stuði og alsæll á Egilsstöðum. Segir Jón Atli að Tommy Lee hafi þegar farið að leita að Magna Ásgeirssyni enda staddur skammt frá fæðingarbæ hans.

Í kvöld heldur Tommy Lee tónleika á Nasa við Austurvöll ásamt DJ Aero. Með þeim Lee og Aero í för er umboðsmaður Lee, auk hljóðmanns rokkarans sem mun einnig vera lífvörður hans.

Á tónleikunum í kvöld mun Lee spila á trommur undir taktföstum skífuþeytingum DJ Aero.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka