Tónlistin af hljómplötu Bítlanna verður flutt í heild sinni á tónleikum í Laugardalshöll laugardaginn 22. mars. Fram koma á tónleikunum nokkrir af fremstu söngvurum landsins og Rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band er áttunda plata Bítlanna en hún hefur af mörgum verið álitin ein merkasta og áhrifamesta hljómplata allra tíma. Platan kom út 1. júní 1967 í Bretlandi og 2. júní sama ár í Bandaríkjunum. Platan varð um leið gríðarlega vinsæl og vakti strax athygli fyrir magnaðar lagasmíðar, frumleika og nýjungar í upptökutækni. Platan hlaut fern Grammy-verðlaun árið 1967, m.a. sem hljómplata ársins. Tímaritið valdi nýlega bestu hljómplötu allra tíma. Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club BandRolling Stone Sgt. Pepper’s
Tónlistarstjóri hljómleikanna er Jón Ólafsson og útsetningar annast Haraldur Vignir Sveinbjörnsson. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson og konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Á meðal söngvara eru Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Eyjólfur Kristjánsson og KK.
Auk laganna af Sgt. Pepper’s verða mörg af vinsælustu lögum Bítlanna flutt en þau hafa verið útsett sérstaklega fyrir sinfóníuhljómsveit af þessu tilefni.
Framleiðslufyrirtækið Ofurhetjur stendur að tónleikunum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miðasala hefst 5. febrúar.