Utanríkisráðherra Ástralíu, Stephen Smith, segir að opinber minningarathöfn um leikarann Heath Ledger muni fara fram í Los Angeles í næstu viku.
Hann segir að stjórnvöld hafi boðið fjölskyldu leikarans að flytja líkið heim til Perth í Ástralíu, en talið er að Ledger verið lagður þar til hinstu hvílu.
Fjölmiðlafulltrúi Ledgers segir að fjölskylda leikarans hafi óskað eftir því að fá að skipuleggja útförina í friði. Ledger fannst látinn í íbúð sinni í New York sl. þriðjudag. Hann var 28 ára gamall.
Smith sagði við blaðamenn, er hann var staddur í húsnæði Sameinuðu þjóðanna í New York, að fjölskylda Ledgers hafi þegar haldið minningarathöfn í borginni.