Sonur Marlons Brando látinn

00:00
00:00

Christian Brando, elsti son­ur banda­ríska kvik­mynda­leik­ar­ans Marlons Brando, lést af völd­um lungna­bólgu á sjúkra­húsi í Los Ang­eles í dag, 49 ára að aldri eft­ir að hafa legið þar í hálf­an mánuð.

Christian Brando, sem fædd­ist 11. maí 1958, lét smá­hlut­verk í nokkr­um kvik­mynd­um, þar á meðal mynd­inni I Love You, Alice B. Toklas! árið 1968. Hann var hins veg­ar þekkt­ari fyr­ir ýmis vand­ræði sem hann lenti í.

Hann afplánaði m.a. 5 ára fang­els­is­dóm fyr­ir mann­dráp en hann varð Dag Droll­et, þáver­andi unn­usta syst­ur sinn­ar, að bana árið 1990. Brando sagði að þeir Droll­et hefðu tek­ist á um byssu eft­ir rifr­ildi um hvort Droll­et hefði misþyrmt Cheyenne, hálf­syst­ur Christians. Skot hljóp úr byss­unni og Droll­et lét lífið. Hann var 26 ára.

Cheyenne eignaðist skömmu síðar son þeirra Droll­ets en framdi síðan sjálfs­morð árið 1995 eft­ir að hafa misst for­ræði yfir drengn­um. Hún var 25 ára.

De­borah, fyrr­um eig­in­kona Christians stefndi hon­um fyr­ir lík­ams­árás árið 2005. Sagði hún að Christian hefði ít­rekað hótað henni líf­láti eft­ir að þau giftu sig 2004. Brando stefndi De­borah á móti og hélt því fram að hún hefði brot­ist inn á heim­ili hans og misþyrmt séð vegna þess að hann vildi ógilda hjóna­band þeirra skömmu eft­ir gift­ing­una.

Sátt tókst í mál­inu á síðasta ári.

Árið 2005 var var Brando ákærður fyr­ir að misþyrma konu sinni og eft­ir að hafa játað sak­ir var hann dæmd­ur til að gang­ast und­ir fíkni­efna- og áfeng­is­meðferð.

Brando var einnig um tíma ást­maður Bonnie Lee Bakley, sem var skot­in til bana 2001. Bakley hélt því fram að Brando væri barns­faðir henn­ar en rann­sókn­ir sýndu, að leik­ar­inn Robert Bla­ke var faðir­inn. Bla­ke var ákærður fyr­ir morðið á Bakley en sýknaður. Ætt­ingj­ar Bakley stefndu Bla­ke í kjöl­farið og kröfðust skaðabóta og var Bla­ke dæmd­ur til að greiða þeim 30 millj­ón­ir dala í bæt­ur. Lögmaður Bla­ke hélt því fram við þau rétt­ar­höld, að Brando hefði verið morðing­inn.

Brando, sem neitaði aðild að mál­inu, bar fyr­ir sig stjórn­ar­skrár­bundn­um rétti sín­um og neitaði að bera vitni í mál­inu.

Marlon Brando kyssir Christian son sinn í réttarsalnum árið 1990.
Marlon Brando kyss­ir Christian son sinn í rétt­ar­saln­um árið 1990. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það skiptir sköpum að hafa yfirsýn og leggja áherslu á þau atriði, sem skipta máli, en leyfa hinum að fljóta hjá. Leggðu þitt af mörgum möglunarlaust og þá fylgja aðrir á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það skiptir sköpum að hafa yfirsýn og leggja áherslu á þau atriði, sem skipta máli, en leyfa hinum að fljóta hjá. Leggðu þitt af mörgum möglunarlaust og þá fylgja aðrir á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar