Sonur Marlons Brando látinn

Christian Brando, elsti sonur bandaríska kvikmyndaleikarans Marlons Brando, lést af völdum lungnabólgu á sjúkrahúsi í Los Angeles í dag, 49 ára að aldri eftir að hafa legið þar í hálfan mánuð.

Christian Brando, sem fæddist 11. maí 1958, lét smáhlutverk í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal myndinni I Love You, Alice B. Toklas! árið 1968. Hann var hins vegar þekktari fyrir ýmis vandræði sem hann lenti í.

Hann afplánaði m.a. 5 ára fangelsisdóm fyrir manndráp en hann varð Dag Drollet, þáverandi unnusta systur sinnar, að bana árið 1990. Brando sagði að þeir Drollet hefðu tekist á um byssu eftir rifrildi um hvort Drollet hefði misþyrmt Cheyenne, hálfsystur Christians. Skot hljóp úr byssunni og Drollet lét lífið. Hann var 26 ára.

Cheyenne eignaðist skömmu síðar son þeirra Drollets en framdi síðan sjálfsmorð árið 1995 eftir að hafa misst forræði yfir drengnum. Hún var 25 ára.

Deborah, fyrrum eiginkona Christians stefndi honum fyrir líkamsárás árið 2005. Sagði hún að Christian hefði ítrekað hótað henni lífláti eftir að þau giftu sig 2004. Brando stefndi Deborah á móti og hélt því fram að hún hefði brotist inn á heimili hans og misþyrmt séð vegna þess að hann vildi ógilda hjónaband þeirra skömmu eftir giftinguna.

Sátt tókst í málinu á síðasta ári.

Árið 2005 var var Brando ákærður fyrir að misþyrma konu sinni og eftir að hafa játað sakir var hann dæmdur til að gangast undir fíkniefna- og áfengismeðferð.

Brando var einnig um tíma ástmaður Bonnie Lee Bakley, sem var skotin til bana 2001. Bakley hélt því fram að Brando væri barnsfaðir hennar en rannsóknir sýndu, að leikarinn Robert Blake var faðirinn. Blake var ákærður fyrir morðið á Bakley en sýknaður. Ættingjar Bakley stefndu Blake í kjölfarið og kröfðust skaðabóta og var Blake dæmdur til að greiða þeim 30 milljónir dala í bætur. Lögmaður Blake hélt því fram við þau réttarhöld, að Brando hefði verið morðinginn.

Brando, sem neitaði aðild að málinu, bar fyrir sig stjórnarskrárbundnum rétti sínum og neitaði að bera vitni í málinu.

Marlon Brando kyssir Christian son sinn í réttarsalnum árið 1990.
Marlon Brando kyssir Christian son sinn í réttarsalnum árið 1990. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir