Olsen ekki yfirheyrð

Mary-Kate Olsen
Mary-Kate Olsen AP

Lögreglan í New York segist ekki ætla að yfirheyra leikkonuna Mary-Kate Olsen, líkt og sagt var frá í bandarískum fjölmiðlum í fyrradag, vegna andláts leikarans Heath Ledger. Olsen og Ledger voru góðir vinir og nuddkona ein sem kom að Ledger látnum hringdi í hana úr farsíma Ledgers, áður en hún hringdi í neyðarlínu. Olsen var þá stödd í Kaliforníu.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Joseph Cavitolo, sem hefur málið með höndum, segir það ekki rétt að til standi að yfirheyra Olsen, í samtali við tímaritið People. Lögreglan bíði nú eftir niðurstöðu krufningar á líkinu. Lögregla telur að lyfjanotkun hafi eitthvað með andlátið að gera því fimm lyfjaglös fundust í íbúð Ledgers og höfðu þau að geyma jafnmargar lyfjategundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar