Eftirlifandi Bítlum hefur verið boðið að koma og halda upp á 60 ára afmæli Ísraels, 43 árum eftir að Bítlarnir voru bannaðir í landinu.
Ísrael heldur upp á 60 ára afmæli þjóðarinnar í maí og hefur sendiherra Ísraela í London boðið Paul McCartney, Ringo Starr og ættingjum Johns Lennons og George Harrisons að koma til Ísrael og taka þátt í hátíðahöldunum.
Bítlarnir voru bannaðir í Ísrael árið 1965 en ráðamenn þjóðarinnar töldu að þeir gætu spillt ungmönnum landsins.
Sendiherra Ísraela segist vona að þeir komi nú og að Bítlarnir eigi marga aðdáendur í Ísrael, unga sem aldna.