Gamli harðjaxlinn Sylvester Stallone er varla ánægður með þá gagnrýni sem nýjasta kvikmyndin um hinn stórhættulega Rambo hefur fengið í Bandaríkjunum. Kvikmyndin heitir einfaldlega Rambo og sem fyrr hleypur uppgjafahermaðurinn um í skóglendi og drepur mann og annan, að þessu sinni í Búrma.
Newsday segir m.a. að ekki sé hægt að sjá hver sé að drepa hvern, svo ruglingsleg séu bardagaatriðin. Philadelphia Enquirer segir myndina „hasarklám“. Á Metacritic.com fær myndin 46 af 100 en áhorfendur eru ósammála, gefa henni að meðaltali einkunnina 9,1.