Leikararnir Daniel Day-Lewis og Julie Christie hlutu í gærkvöldi Screen Actors Guild verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverkum. Day-Lewis hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni There Will Be Blood og tileinkaði hann verðlaun sín leikaranum Heath Ledger sem lést í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Mynd Coen bræðra No Country for Old Men var valin besta myndin og þykir það benda til þess að hún verði einnig valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í næsta mánuði.
SAG verðlaunin eru fystu stóru verðlaun kvikmyndaiðnaðarins sem veitt eru við hátíðlega athöfn á þessu ári en aðrar verðlaunaafhendingar hafa farið fram án viðhafnar vegna verkfalls handritshöfunda í Hollywood.