Stoltur af hégómagirndinni

Simon Cowell leiðist ekki lífið.
Simon Cowell leiðist ekki lífið. Reuters

Simon Cowell, dómari í X-Factor og fleiri hæfileikakeppnum, er stoltur af því hversu hégómagjarn hann er. Segir hann hégómagirnd eðlilega hjá þeim sem koma fram í sjónvarpi og segist ekki þekkja neinn sem starfi í sjónvarpi sem ekki er hégómagjarn. 

Simon Cowell staðfestir einnig að hann reyni allt sem hann geti til þess að líta sem best út. Viðurkennir hann að hann hafi farið mikið átak til að losa sig við aukakílóin eftir að hafa horft á sjálfan sig í síðustu þáttaröðinni X Factor. Segist Cowell vera á fullu í ræktinni og hann borði mun hollari mat nú en áður.Súkkulaðikex og kartöfluflögur sé á bannlista enda hugsi hann betur um heilsu sína en áður.

Jafnfram játar Cowell að hafa nýtt sér þjónustu lýtalækna. Hann hafi látið laga tennur sínar og látið sprauta botoxi í andlitið fyrir þremur árum. Er hann alsæll með árangurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar