Ætlar að senda framliðna á Clooney

Eva Longoria.
Eva Longoria. AP

Eva Longoria ætlar að senda framliðna á George Clooney til að sannfæra hann um að leika í kvikmynd með sér. Eva leikur draug í sinni nýjustu mynd, sem heitir „Fyrr skal hún dauð liggja,“ og er orðin alveg heilluð af dulrænum fyrirbærum.

„Ég er búin að láta spá í spil fyrir mig, spá í lófann á mér og ég er búin að fara til spákonu. En ókunnug kona gaf sig á tal við mig úti á götu og sagði: Andi frænku þinnar lætur mig ekki í friði fyrr en ég er búin að segja þér frá nærveru hennar,“ sagði Longoria.

„Ég er að hugsa um að nota þessa aðferð til að fá stór hlutverk. Ég gæti sagt við George Clooney að framliðið fólk hafi sagt mér að ég yrði að ræta við hann og að við yrðum að gera saman kvikmynd.“ Clooney er uppáhaldsleikarinn hennar.

Í nýju myndinni leikur Eva konu sem deyr og gengur aftur og ofsækir nýja kærustu kærastans síns fyrrverandi. Meðal annarra leikara í myndinni eru Paul Rudd, Jason Biggs og Lake Bell.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup