Dýrasti bjór í heimi

Jens Eiken með flösku af Vintage No. 1.
Jens Eiken með flösku af Vintage No. 1. AP

Í aug­lýs­ing­um um Carls­berg bjór seg­ir að það sé senni­lega besti bjór í heimi. Eng­inn vafi leik­ur hins veg­ar á því, að ný bjór­teg­und fyr­ir­tæk­is­ins, Vinta­ge No. 1, er dýr­asti bjór í heimi.

Hver flaska af þess­um bjór kost­ar 2008 dansk­ar krón­ur, sem sam­svar­ar um 25.790 ís­lensk­um krón­um auk nokk­urra aura.  Að sögn Jens Eiken, brugg­ara hjá  Carls­berg ASA, voru aðeins fram­leidd­ar 600 37,5 sentílítra flösk­ur af þess­um bjór og flest­ar þeirra verða til sölu á þrem­ur af fín­ustu veit­inga­hús­un­um í Kaup­manna­höfn. Þegar hafa 52 flösk­ur selst.

„Við telj­um að til sé fólk, sem vilji greiða þetta verð fyr­ir að smakka ótrú­lega góðan bjór eða geyma hann á ar­in­hill­unni," sagði Eiken.

Hann sagði, að leynd­ar­málið á bak við fram­leiðsluna væri m.a. að bjór­inn, sem 10,5% að styrk­leika, er geymd­ur í sænsk­um og frönsk­um sér­smíðuðum eikartunn­um í myrkri hvelf­ingu, 15 metr­um und­ir elsta brugg­húsi fyr­ir­tæk­is­ins. Seg­ir sér­fræðing­ur­inn, að bragðið af bjórn­um minni á sveskj­ur, kara­mellu, vanillu, eik og kirsu­berja­púrt­vín og best sé að drekka hann með góðum blá­myglu­osti og í fé­lags­skap ná­ins vin­ar.

Á hvern flöskumiða er að auki stimplað grafíklista­verk eft­ir danska lista­mann­inn  Frans Kannike. Seg­ir Eiken, að vegna þessa sé hægt að selja glerið fyr­ir 500 dansk­ar krón­ur. 

Flöskumiðarnir eru listaverk eftir Frans Kannike.
Flöskumiðarn­ir eru lista­verk eft­ir Frans Kannike. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell