Ekki yfir strikið

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

Karl Ágúst Úlfsson og Þórhallur Gunnarsson segja báðir að Spaugstofan hafi ekki farið yfir strikið í síðasta þætti. Borgarstjóri segir þáttinn svívirðilega árás á sig og fjölskylduna.

Í Spaugstofuþætti síðastliðins laugardagskvölds var fjallað um veikindi Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra á mjög hispurslausan hátt. Sagði Ólafur þáttinn vera „svívirðilega árás“ á sig og fjölskyldu sína og segir Sigmundur Ernir Rúnarsson á bloggi sínu að Ríkisútvarpið hafi dregið upp mynd af „vitfirrtum geðsjúklingi“ og bætti við að farið hafi verið yfir strikið.

Ekki árás á Ólaf

Erfiðlega gekk að ná í þekkta grínista sem séð höfðu þáttinn, til að inna eftir skoðunum. Sveppi sá hann þó og hafði gaman af. „Ég er kannski ekki best til þess fallinn að dæma um hvort menn fari yfir strikið en mér fannst ekkert athugavert við þennan þátt. Þetta er eflaust nýtt fyrir Ólafi, að láta gera grín að sér, en hann þarf að fara að venjast því ætli hann að vera áfram í stjórnmálum, því þar mega menn ekki vera hörundsárir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar