Michael Jackson endurhljóðritar Thriller

Jackson á tónleikum árið 2006
Jackson á tónleikum árið 2006 Reuters

Tónlistarmaðurinn Michael Jackson hefur endurhljóðritað hljómplötuna Thriller, með aðstoð þekktra kunningja sinna. Þá hafa lög af skífunni verið endurhljóðblönduð. Aldarfjórðungur er á þessu ári frá því að platan, sem er mest selda breiðskífa allra tíma, kom út.

Að því er fram kemur í tónlistartímaritinu NME hljóritaði Jackson lagið The Girl is Mine ásamt tónlistarmanninum Will.I.Am úr sveitinni Black Eyed Peas, en bítillinn Paul McCartney söng það upprunalega ásamt Jackson.

Þá kemur söngkona Blackeyed Peas, Fergie, einnig fram á plötunni og tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa endurhljóðblandað eitt lag á plötunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar