New Kids on the Block saman á ný

New Kids on the Block á hátindi fræðgar sinnar fyrir …
New Kids on the Block á hátindi fræðgar sinnar fyrir um 15 árum.

Bandaríska drengjasveitin New Kids on the Block ætlar að koma saman aftur eftir fjórtán ára hlé. Breska tónlistarblaðið NME greinir frá þessu og segir að tilkynnt v erði formlega um þetta á næstu vikum.

New Kids On the Block naut gríðarlegra vinsælda snemma á tíunda áratugnum og seint á þeim níunda seldi meira en 70 milljónir platna á þeim tíu árum sem þeir störfuðu, fram til ársins 1994.

Upprunalegir meðlimir sveitarinnar voru bræðurnir Jordan og Jonathan Knight, Danny Wood og Donnie Wahlberg, sem síðar gat sér gott orð sem leikari.

 Ekki liggur enn fyrir hvort allir upprunalegu meðlimirnir taki þátt í endurkomunni, eða hvort ætlunin er að hljóðrita nýtt efni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar