Tommy fúlsaði við brennivínsstaupi

Tommy Lee á Nasa um helgina.
Tommy Lee á Nasa um helgina. mbl.is/Jón Svavarsson

Tommy Lee skildi ekki eftir sig sviðna jörð á Íslandi og hagaði sér þvert á móti vel. Hann vildi ekki íslenskt brennivín en var ánægður með íslenska matargerð.

„Tommy er fyrirmyndardrengur í alla staði og hagaði sér eins og kórdrengur,“ segir Margeir Ingólfsson, einnig þekktur sem Dj Margeir, forsvarsmaður Jóns Jónssonar ehf.

Margeir og félagar í Jóni Jónssyni fluttu inn villinginn og rokkhundinn Tommy Lee fyrir helgi en hann kom fram á Nasa ásamt Dj Aero á föstudag. Miðað við skrautlega forsögu Tommy Lee bjuggust einhverjir við að kappinn myndi skilja eftir sig brotin hjörtu og ennþá brotnari hluti inni á hótelherbergjum. Margeir segir að þær áhyggjur ekki hafa verið á rökum reistar.

Fékk humar og rækjur

„Tommy fékk að smakka íslenskt brennivín og það fór ekkert sérstaklega vel í hann. Hann skilaði því út úr sér fljótlega aftur,“ segir Margeir um viðbrögð Tommys við einum helsta menningararfi Íslendinga. Ánægðari var Tommy með matinn á veitinga- og skemmtistaðnum B5 á Laugavegi, en samkvæmt heimildum 24 stunda gæddi hann sér á ýmsum réttum þar. Hann fékk meðal annars salat með reyktri önd, lítinn rétt með humri og tígrisrækjum og nautalund í aðalrétt. Lét Tommy vel af matnum með tilheyrandi hrópum og köllum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka